EFLA í forystu
31.10.2011
EFLA verkfræðistofa náði því takmarki nýverið að fá vottun á starfsemi sinni samkvæmt öryggisstjórnunarkerfinu OHSAS 18001. EFLA hefur áður fengið vottun samkvæmt gæðastjórnunarkerfinu ISO 9001 og umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001.
Með þessum kerfum leggur EFLA grunninn að faglegri og vandaðri þjónustu. EFLA er eitt örfárra fyrirtækja á Íslandi til að ná þessu marki og fyrst íslenskra verkfræðifyrirtækja.
Vottunin var í höndum breska fyrirtækisins British Standards Institute (BSI).
Hægt að nálgast vottorðin með því að smella á BSI og ANAB táknin í vinstra horninu niðri á forsíðunni.