Fréttir


Fréttir

EFLA með hæstu einkunn á norðurlöndunum í hönnun háspennulína

3.6.2016

Á Norðurlöndunum hafa opinber fyrirtæki gjarnan valið fáeina aðila til að sinna ákveðinni þjónustu og er valið á þjónustuaðilum gert á grundvelli útboðs á svokölluðum rammasamningum sem eru oft til 2-5 ára.
  • Háspennulínur

Á undanförnum mánuðum hafa mörg flutningsfyrirtæki raforku á Norðurlöndunum verið að bjóða út nýja rammasamninga varðandi hönnun á háspennulínum. Tilboð í samningana eru síðan metin bæði út frá tæknilegu hæfi og verði en einnig geta fleiri þættir komið inn í matið svo sem aðgengi að starfsfólki. Öll stærstu verkfræðifyrirtæki á Norðurlöndunum hafa boðið í þessa samninga og þar á meðal íslensk fyrirtæki. EFLA hefur boðið í þessa samninga og hefur niðurstaðan í öllum tilvikum verið sú að EFLA hefur fengið hæstu einkunn allra bjóðenda, bæði heildareinkunn og einnig í tæknilega hlutanum. Um er að ræða eftirfarandi flutningsfyrirtæki:

  • Statnett, Noregur
  • SvK, Svíþjóð
  • Energinett, Danmörk

Þar að auki er EFLA stærsti ráðgjafi Landsnets varðandi hönnun háspennulína. Þessi glæsilegi árangur byggir á áralangri reynslu EFLU af hönnun háspennulína á Íslandi og af verkefnum víða um heim svo sem í Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Póllandi, Finnlandi, Frakklandi og víðar. Undir þessu öfluga starfi hjá EFLU stendur stór hópur tæknifólks sem vinnur að þessum verkefnum og eru þau unnin bæði á Íslandi og hjá dótturfélögum í Noregi (EFLA AS) og í Svíþjóð (EFLA AB). Auk þess er EFLA stór hluthafi í HECLU í Frakklandi sem vinnur að sambærilegum verkefnum þar í landi.