Fréttir


Fréttir

EFLA í Íran

15.1.2010

Sérfræðingar EFLU koma víða við.

Hrafn Stefánsson frá Iðnaðarsvði EFLU dvaldist í Íran lungann úr nýliðnum nóvember og fram undir miðjan desember.

  • Hreinsivirki í Íran

Iðnaðarsviðið kemur að vinnu hreinsivirki í nýju 150.000 tonna álveri í eigu heimamanna, Hormozal Aluminium og er nálægt borginni Bandar Abbas í Suður-Íran.

Bræðslukerin eru 230 en einungis er unnt að koma litlum hluta þeirra í gagnið vegna raforkuskorts.

Nýtt raforkuver er fyrirhugað en óljóst hvenær viðbótarorkan verður til reiðu, EFLA sá um eftirlit með raflögnum og tengingum og einnig svokölluðu uppstarti hreinsivirkja fyrir verksmiðjuna.

Um er að ræða bæði þurrhreinsivirki fyrir sjálfa álbræsluna (FTP-virki) og þurrhreinsivirki fyrir meðhöndlun á tiltekinni gerð rafskauta (KFTP-virki).

EFLA vann þarna á vegum norska fyrirtækisins Alstom sem er meðal ráðgjafa íranska álversins en aðalverktaki við hreinsivirkin og álverið í heild sinni er ítalska fyrirtækið FATA.