Fréttir


Fréttir

EFLA í samstarf um orkuvinnslu

20.8.2010

Þriðjudaginn 6. júlí var undirritað samkomulag milli verkfræðistofunnar EFLU og Energy Institut Hrovje Pozar (EIHP) í Króatíu um samstarf í jarðhitamálum og öðrum orkumálum í landinu og á öðrum svæðum á Balkanaskaga.
  • Undirritun samninga

EIHP er um 70 manna sérhæft ráðgjafarfyrirtæki á sviði orkuráðgjafar í Króatíu (www.eihp.hr).

Fyrirtækið vinnur einnig að verkefnum í nágrannaríkjum Króatíu á Balkanaskaga.

Framkvæmdastjóri EIHP er dr. Goran Granic.

EIHP er virt á sínu sviði innan og utan landamæra Króatíu og þekkt fyrir sérstöðu sína á markaðssvæðinu.

Með samkomulaginu við EIHP styrkir EFLA markaðsstöðu sína enn frekar á Balkanaskaga.

Um er að ræða mikilvægt framtíðaruppbyggingarsvæði í orkumálum Evrópu enda er þessi hluti álfunnar ríkur af óbeislaðri endurnýjanlegri orku.

Undiritunin fór fram í höfðustöðvum EIHP í Zagreb að viðstöddum m.a. Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra.