Fréttir


Fréttir

EFLA í samstarfi við SLWP í Abu Dhabi

20.4.2010

EFLA verkfræðistofa er með verkefni í flestum heimsálfum sem stendur. Eitt af þessum erlendu verkefnum eru framkvæmdir við byggingu og gangsetningu risa álvers í Abu Dhabi.
  • Ferðahópur

Álverið ber nafnið EMAL - Emirates Aluminium og stefnt er að það verði stærsta einstaka álver í heimi.

Fyrsti áfanga á að ljúka á næstunni sem hljóðar upp á 700.000 tonn ársframleiðslu. Annar áfangi er tvöföldun á framleiðslunni, upp í 1,4 milljón tonn.

 

Utan um heildarverkið heldur fyrirtækið SLWP, sem er samsteypa tveggja fyrirtækja, SNC-Lavalin og WorlayParsons. EFLA verkfræðistofa vinnur nú í nánum tengslum við SLWP.

SNC-Lavalin er kanadískt fyrirtæki með afar vítt viðskiptasvið. Innan áliðnaðarins hefur fyrirtækið sérhæft sig í endurnýtingu/endurbótum gamalla virkja, staðsetningum (brownfield), gerð álnáma og uppbyggingu nýrra álvera, ásamt því að sjá um lokun eldri virkja (greenfield).

WorlayParsons er ástralskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir iðnaði, allt frá uppgreftri hráefna (þó aðallega málma) og til vöruframleiðslu. Innan áliðnaðarins hefur fyrirtækið tekið að sér hönnun á flestum liðum álframleiðslunnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í verkefnastjórnun stærri verkefna ásamt frumhönnun þeirra.

Í raun er EMAL álverið tvö risastór verkefni, álver annars vegar og 2.000 MW gasraforkuver hins vegar.

EFLA hefur fram til þessa verið með verkefni tengd rafmagni fyrir Alstom og Alcan Alesa, hönnun og smíði stýriskápa, teiknivinnu, iðntölvuforritun, skjákerfisforritun og -hönnun ásamt gangsetningu viðkomandi virkja.

Hlutur Alstom í EMAL verkefninu er fyrst og fremst hreinsivirki fyrir anóðuverksmiðju og fyrir bræðslupotta, einnig dreifing hráefnis.

Hlutur Alcan Alesa er til að mynda uppskipunarkerfi og hráefnisdreifing innan anóðuverksmiðju EMAL.

Þrír menn frá EFLU sinna verkefnum fyrir SLWP við POV (Pre Operation Verification). Verkefni þeirra er margslungin, til að mynda:

  • umsjón með gangsetningu ControlNet sem hafa samskipti milli mismunandi sjálfstæðra virkja á svæðinu
  • umsjón með EtherNet uppsetningu
  • umsjón með samskiptauppsetningu á þráðlausu stýrivélaneti í tengslum við kranastýringar
  • gangsetning aðal kranastýrivélar sem heldur utan um aðrar slíkar vélar með þráðlausu neti
  • gangsetning á hreinsivirki fyrir anóðuendurvinnslu
  • forritun, prófanir og gangsetning á klórgasvirki

Myndin sýnir Íslendinga búsetta í Abu Dhab,i í heimsókn í Burj Khalifa (828 m)