Fréttir


Fréttir

EFLA í úrslitum Darc Awards

14.7.2016

EFLA verkfræðistofa er komin áfram í lýsingarkeppninni Darc Awards 2016 með verkefni í Ísgöngunum í Langjökli.
  • Ljósahönnun í Langjökli

Uppfært 16. september 2016:

EFLA vinnur til tvennra verðlauna á Darc Awards

Darc Awards eru alþjóðleg lýsingarverðlaun en nokkuð hundruð verkefni eru send inn í samkeppnina ár hvert. Níu manna dómnefnd metur verkefnin og að þessu sinni var verkefni EFLU meðal þeirra 88 lýsingarlausna sem komust áfram. Við erum afar stolt af árangri okkar hæfu starfsmanna en úrslit verða kunngjörð 15. september 2016.

Frekar um lýsinguna í jöklinum:

Into The Glacier - Langjökull Glacier

Í 1200m hæð, í næst stærsta jökli Evrópu, liggur nýjasta ferðamannaperla Íslands. Stórfengleg, manngerð 500m löng Ísgöng sem eru jafnframt þau lengstu í heimi. Við hönnun lýsingarinnar var leitast við að skapa náttúrulega upplifun með dempaðri litanotkun og ljósstyrk. Einnig var mikilvægt að gestir Ísganganna upplifðu áhrif lýsingarinnar án þess að nokkur búnaður eða kaplar væru sýnilegir. Margar stórar og spennandi áskoranir einkenndu hönnun lýsingarinnar í Langjökli. Hitastig í göngunum er við frostmark og þurfti því að takmarka hitamyndun frá LED ljósgjöfunum eins og unnt var, til að lágmarka bráðnun. Því var öllum lýsingabúnaði lyft frá ísnum og kemst því aldrei í beina snertingu við hann. Með hjálp skynjara og forritaðra DMX stýringa er logtími hvers ljósgjafa ennfremur takmarkaður við 5-7 mínútur. Boraðar voru holur með sérsmíðuðum gufubor fyrir lýsinguna og raufar gerðar í kverk ganganna þar sem stýri- og orkuköplum var komið fyrir. Lýsingarbúnaði sem komið var fyrir í veggjum og gólfum ganganna gefur fallega birtu í gegnum ísinn. Þéttleiki og aldur íssins hefur áhrif á birtustigið og dregur lýsingin einnig fram öskulög liðinna tíma. Má þar nefna öskulag úr Eyjafjallajökli sem ferðamönnum finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá með eigin augum.

frettamynd isgong

 Ákveðið var einnig að halda völdum rýmum myrkvuðum sem mótvægi við lýsinguna í göngunum. Myrkur gangur leiðir gesti að upplýstu öskulagi Eyjafjallajökuls og í 50m fjarlægð í botni þeirra ganganna er baklýstur veggur þar sem bylgjast mjúklega bláir og hvítir litir bylgjast mjúklega. Í göngunum eru þrjú rými, samkomusalur, kapella og súlnasalur. Þar hefur lýsingu verið komið fyrir á haganlegan hátt meðal annars í altari, bekkjum, veggjum, gólfi.

Stærsta upplifunin á þessu ferðalagi í gegnum heim jökulsins er stórfengleg sprunga sem gengur í gegnum göngin. Gestum gefst kostur á að upplifa magnaða tengingu við náttúruna frá sprungubotni á 30m dýpi í jöklinum á áður óþekktan hátt þar sem lýsingin spilar stórt hlutverk í að fanga stórfengleikann og draga fram andstæður í þessari 200 m löngu, 5 m breiðu og rúmlega 30 m djúpu jökulsprungu. darcawards16 ShortlistBadge