Fréttir


Fréttir

EFLA: Kapaltromlur í Bretlandi

7.9.2009

EFLA er nú að ljúka við stórt verkefni í Bretlandi fyrir fyrirtækið Munck í Noregi.

  • Línukefli

Um er að ræða tromlur fyrir rafmagnskapla (cable carousel system) í nýja verksmiðju JDR Cable sem er stór framleiðandi neðansjávarkapla.

JDR mun m.a. framleiða kapla fyrir eitt stærsta vindorkubú sem verið er að reisa við Skotlandsstrendur.

Verksmiðjan er í Hartlepool á N-Englandi. Kapaltromlurnar eru tvær, 30 metrar í þvermál, og er burðargetan 2200 tonn.

Kerfið er gert fyrir strengi sem geta verið allt að 220 mm í þvermál og vegið 100 kg á hvern metra.

Tomlurnar eru notaðar við framleiðslu á köplum og til þess að færa kapla inn á kapalskip sem notuð eru við lagningu neðansjávarstrengja.

Tromlurnar eru hannaðar sem sjálfvirk tæki og geta notast ómannaðar.

Þær vefja kaplinum inn á sig með mikilli nákvæmni og fylgja framleiðsluhraða verksmiðjunnar.

Þessar kapaltromlur eru þær fyrstu sem vitað er um með sjálfvirku stýrikerfi.