EFLA kemur að skipulagi á stórtónleikum í Kórnum
21.8.2014
Stórtónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. EFLA verkfræðistofa kemur að undirbúningi tónleikanna en nokkur reynsla er innan EFLU þegar kemur að stórviðburðum sem þessum.
Aðkoma EFLU að tónleikunum er eftirfarandi:
- Ráðgjöf vegna skipulags umferðar á tónleikadag
- Hönnun, uppbygging og skipulag neyðarstjórnunar fyrir tóneikana með aðkomu lögreglu, slökkvuiliðs, heilbrigðisnefndar, tónleikahaldara, öryggisgæslu, Kópavogsbæ og rekstraraðila hússins
- Gerð bruna- og rýmingaráætlun fyrir tónleikana en það þurfti að endurbrunahanna bygginguna með tilliti til þessa viðburðar
- EFLA er með fulltrúa í öryggisráði vegna neyðarstjórnunar á tónleikunum
- Gerð á sérstakri rýmingarútreikningum fyrir tóneikana til að meta nauðsynlegar flóttaleiðir og fyrirkomulag innanhúss
- Gerð viðbragðsáætlana og öryggisuppdráttar