Fréttir


Fréttir

EFLA kemur að skipulagningu Grímunnar

29.6.2016

EFLA þjónustar breiðan hóp viðskiptavina og kemur að fjölbreyttum verkefnum á ýmsum stigum með mismunandi hætti.
  • Gríman 2016

Aðkoma EFLU að lista- og menningartengdum viðburðum hefur verið með margvíslegum hætti og hefur EFLA meðal annars komið að skipulagningu viðburða og ráðstefna, veitt ráðgjöf varðandi útfærslu og hönnun á tæknilegum atriðum. Meðal viðburða sem EFLA hefur komið að eru skipulags- og öryggismál á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum 2014 og ráðstefnu Artic Circle 2015 um framtíð Norðurslóða.

EFLA hefur síðustu tvö ár verið einn af helstu styrktaraðilum Grímunnar ? Íslensku sviðslistaverðlaunanna. EFLA sér um framkvæmdastjórn og verkefnastýringu Grímunnar, ber ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum hátíðarinnar og framkvæmd kosninga. Þá kemur EFLA að uppsetningu hátíðarinnar ásamt listrænu teymi.

Nánari upplýsingar um hátíðina er á vefsíðu Grímunnar