Fréttir


Fréttir

EFLA kemur víða við

1.2.2010

Sérfræðingur EFLU er nýkominn úr vinnuferð frá Egyptalandi.

  • Píramídarnir

EFLA vann þar að verkefni fyrir bandarískt fyrirtæki ALU-CUT International en það seldi egypska álfyrirtækinu EGYPTALUM (í ríkiseign) sérfhæfðan vélbúnað.

Unnið var að stillingum og breytingum á stjórnbúnaði fyrri gangsetningu og fylgdist sérfræðingurinn með henni.

Fyrirtækið er í miðju Egyptalandi nálægt hinum sögufræga stað Luxor, um 350.000 tonna álvermeð 14 kerskálum og tveimur steypuskálum. Raftæknistofan (RTS), einn af stofnendum EFLU, hefur áður verið með menn í vinnu í umræddu álveri.

Meðfylgandi mynd tók Einar Andrésson rafmagnsverkfræðingur og er myndefnið heimsþekkt.