Fréttir


Fréttir

EFLA kynnir viðhald fasteigna

24.2.2010

EFLA tekur þátt í sýningunni VIÐHALD 2010 sem verður haldin 5. og 6. mars í Vetrargarðinum í Smáralind.

Fasteigna- og viðhaldssvið fyrirtækisins mun kynna sviðið og fræða gesti um hvernig staðið skuli að viðhaldsframkvæmdum og hvað ber að varast og útskýrir eftirlit með slíkum framkvæmdum.

  • Múrari við störf

Sýningin verður á formi upplýsingatorgs þar sem einstaklingar, húsfélög og húseigendur fá svör við spurningum um allt sem lýtur að viðhaldsmálum, svo sem greiningu vanda, réttindi og skyldur, fjármögnun, skipulag, tilboðsgerð, efniskaup, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit. Fjöldi fagaðila verður á sýningunni, t.d. handverksmenn, verktakar, verkfræðingar, auk fulltrúa opinberra aðila, ríkisskattstjóra, byggingarfulltrúa Reykjavíkur og Kópavogs og Íbúðalánasjóðs.

Að sýningunni stendur fyrirtækið Proline ehf. en Múrbúðin er styrktaraðili

Núna er heppilegur tími til viðhalds vegna þess að virðisaukaskattur á greiðslum tengdum þess konar framkvæmdum fæst endurgreiddur að fullu. Lög þessa efnis gilda út árið 2010.