Fréttir


Fréttir

EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

1.11.2017

Síðastliðinn föstudag, þann 27. október, hélt Vegagerðin sextándu rannsóknaráðstefnu sína. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi.

  • Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar
    Fjölmenni var samankomið á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar

Rannsóknir og nýsköpun eru EFLU afar hugleikin og endurspegla erindi á ráðstefnum sem þessum þann áhuga. Fjórir starfsmenn frá EFLU héldu þrjú erindi á ráðstefnunni, Þorbjörg Sævarsdóttir, Arna Kristjánsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir.

Endurvinnsla steypu í burðarlög vega

Umfjöllunarefni Þorbjargar Sævarsdóttur var endurvinnsla steypu í burðarlög vega. Nútíminn kallar á meiri endurvinnslu og endurnýtingu og eru steypuafgangar sem tilfalla á steypustöðvum tilvalið efni til vegagerðar. Steypuafgangar voru teknir og endurunnir og eiginleikar efnisins kannaðir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Steypustöðina, BM Vallá, Vatnsskarðsnámur og Vegagerðina.

Skýrslan

Ending og efnisnotkun yfirborðsmerkinga

Þær Arna Kristjánsdóttir og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir fjölluðu um endingu og efnisnotkun í yfirborðsmerkingum. Miðlínur og kantlínur vega eru mikilvæg öryggisatriði og sýna ökumönnum rétta staðsetningu ökutækisins á vegum og akreinum. Yfirborðsmerkingar hafa ekki verið að endast vel hér á landi, en markmið þessa verkefnis var að skoða áhrif ýmissa þátta á endingu mið- og kantlína út frá fyrirliggjandi gögnum á endurskini vegmerkinga á nokkrum stöðum á Vesturlandi sem safnað var á árunum 2009 til 2015.

Skýrslan

Greining á vistvottunarkerfum

Að lokum fjallaði Gyða Mjöll Ingólfsdóttir um greiningu á vistvottunarkerfum fyrir innviðaverkefni Vegagerðarinnar, en eitt af stefnumarkmiðum Vegagerðarinnar er að vera með vistvænar lausnir við hönnun, byggingu og rekstur samgönguinnviða. Gyða skoðaði eiginleika mismunandi kerfa, hvar og hvernig þau eru notuð annars staðar í heiminum og þar með talið á Norðurlöndunum. 

Vefsíða Vegagerðarinnar - kynningar og ágrip


Rannsóknarráðstefna VegagerðarinnarÞorbjörg Sævarsdóttir. Mynd: Vegagerðin

Rannsóknarráðstefna VegagerðarinnarArna Kristjánsdóttir. Mynd: Vegagerðin

Rannsóknarráðstefna VegagerðarinnarGuðbjörg Lilja Erlendsdóttir. Mynd: Vegagerðin

Rannsóknarráðstefna VegagerðarinnarGyða Mjöll Ingólfsdóttir. Mynd: Vegagerðin

Rannsóknarráðstefna VegagerðarinnarFjölmenni var samankomið á rannsóknarráðstefnunni. Mynd: Vegagerðin