Fréttir


Fréttir

EFLA miðlar þekkingu um snjóflóðavarnir

Snow.is, snow, Ofanflóðavarnir, Siglufjörður, Ráðstefna, Snjóflóð

5.4.2019

Alþjóðleg ráðstefna um snjó- og ofanflóðavarnir fer fram á Siglufirði 3-5 apríl. Fulltrúar frá EFLU eru á staðnum og flytja tvö erindi. 

  • Snjóflóðavarnir
    Ofanflóðavarnir er samheiti yfir varnir gegn snjóflóðum, aurflóðum, grjóthruni og krapaflóðum. Myndin sýnir varnarkeilur í Bolungarvík.

Það er Verkfræðingafélag Íslands sem sér um skipulag ráðstefnunnar og er markmið hennar að miðla þekkingu um uppbyggingu ofanflóðavarna og þróun nýrra lausna víðsvegar í heiminum. Um 130 gestir sækja ráðstefnuna og koma alla leið frá Kanada í vestri og til Japans í austri.

Jón Skúli Indriðason, jarðverkfræðingur hjá EFLU, býr yfir áralangri reynslu af hönnun ofanflóðavarna. Hann flytur tvö erindi á ráðstefnunni sem fjalla um reynsluna á Íslandi af byggingu varnargarða með mismunandi aðferðum.

Jón Skúli Indriðason.

EFLA hefur unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði ofanflóðavarna og má þar helst nefna verkeftirlit með gerð snjóflóðavarnargarða á Flateyri og Siglufirði og verkhönnun varnargarða á Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði og Neskaupstað. 

Nánar um þjónustu EFLU á sviði ofanflóðavarna.

SnjóflóðavarnirVarnargarður á Flateyri.

SnjóflóðavarnirDrangagilsgarður, varnargarður í Neskaupsstað.

SnjóflóðavarnirStóri-Boli, varnargarður á Siglufirði.