Fréttir


Fréttir

EFLA og ástandsvöktun brúa

3.10.2012

Skoðun verkfræðinga EFLU á ástandi burðarkapla Ölfusárbrúar á Selfossi sumarið 2011, gaf vísbendingar um að kaplarnir hafi skerta burðargetu vegna tæringar. Verkefnið var unnið í samstarfi við sérfræðinga Vegagerðarinnar.
  • Mælingar við Ölfusárbrú
    Mælingar á Ölfusárbrú

Skilgreint var rannsóknaverkefni sem styrkt var af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og ber heitið Ástandsvöktun brúa. Því er ætlað að bæta við þá þekkingu sem nauðsynleg er til að komast að raunverulegu brotöryggi Ölfusárbrúar ásamt því að skilgreina sérstaka vöktunaráætlun og vöktunarkerfi fyrir brúna.

Í lok maí voru gerðar mælingar á tveimur brúm. Annars vegar nýrrar bogabrúar yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi og hins vegar Ölfusárbrúar á Selfossi. Gerðar voru mælingar á álagi í köplum brúarinnar ásamt því að sveiflueiginleikar hennar voru mældir. Þá var Ölfusárbrú álagsprófuð með 60 tonna krana sem ekið var út á brúna. Mælingar tókust vel og gert er ráð fyrir að helstu niðurstöður þeirra liggi fyrir nú í október.

Rannsóknaverkefnið er unnið í samstarfi Vegagerðarinnar, EFLU verkfræðistofu, Háskóla Íslands og Tækniháskólans í Kaupmannahöfn (DTU BYG). Í tengslum við verkefnið hefur þegar verið unnið 1 meistaraverkefni við Háskóla Íslands undir leiðsögn Bjarna Bessasonar og Baldvins Einarssonar og 2 MSc verkefni við DTU Byg í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Einars Þórs Ingólfssonar.

  • Guðni Páll Pálsson, Finite Element Modelling and Updating of Medium Span Road Bridges, DTU BYG 2012, leiðbeinandi, Einar Þór Ingólfsson
  • Kristján Uni Óskarsson, Structural health modeling of the Ölfusá Suspension Bridge, HÍ 2012, leiðbeinandi, Bjarni Bessason
  • Jens Fogh Andersen, Output-only Modal Identification of Bridges, DTU BYG 2012, leiðbeinandi, Einar Þór Ingólfsson

Maelinar Guðni Páll og Kristján Uni, starfsmenn EFLU við rannsóknarstörf