Fréttir


Fréttir

EFLA og Evrópuverkefni SENSE

5.3.2012

Dagana 22. - 23. febrúar tók EFLA þátt í upphafsfundi á nýju Evrópuverkefni sem kallast SENSE, Harmonised Environmental Sustainability in the European food and drink chain.
  • Sustainability in the European food and drink chain
    Á myndinni eru frá vinstri, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir - EFLA, Guðrún Ólafsdóttir - HÍ, Bergur Guðmundsson - FODIX og Eva Yngvadóttir - EFLA.
Verkefnið er styrkt af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins. Tuttugu og þrír aðilar standa að verkefninu sem er til þriggja ára. Þátttakendur koma víðsvegar að úr Evrópu s.s. Spáni, Noregi, Íslandi, Danmörk, Svíþjóð, Rúmeníu, Þýskalandi og Sviss. Íslensku þátttakendurnir eru Háskóli Íslands og EFLA verkfræðistofa.

Markmið verkefnisins er að hanna kerfi og hugbúnað sem á einfaldan hátt metur umhverfisáhrif matvæla og miðlar þeim upplýsingum til neytenda og annarra hagsmunaaðila. Hlutverk EFLU í verkefninu er m.a. að gera vistferilsgreiningu á eldislaxi allt frá vöggu til grafar ásamt því að taka þátt í að þróa svokallað SENSE-tól og innleiða í matvælafyrirtæki. Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á heimasíðunni: www.senseproject.eu.