EFLA og Evrópuverkefni SENSE
-
Á myndinni eru frá vinstri, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir - EFLA, Guðrún Ólafsdóttir - HÍ, Bergur Guðmundsson - FODIX og Eva Yngvadóttir - EFLA.
Markmið verkefnisins er að hanna kerfi og hugbúnað sem á einfaldan hátt metur umhverfisáhrif matvæla og miðlar þeim upplýsingum til neytenda og annarra hagsmunaaðila. Hlutverk EFLU í verkefninu er m.a. að gera vistferilsgreiningu á eldislaxi allt frá vöggu til grafar ásamt því að taka þátt í að þróa svokallað SENSE-tól og innleiða í matvælafyrirtæki. Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á heimasíðunni: www.senseproject.eu.