Fréttir


Fréttir

EFLA og hótel við Hörpu

19.1.2010

EFLA er ráðgjafi Situs ehf. við að koma upp 4-5 stjörnu hóteli við Tónlistarhúsið Hörpu í Austurhöfninni í Reykjavík.

  • Harpa Concept

Samstarfsaðilar eru Tark arkitektar, erlendir ráðgjafar og hönnuðir sem eru sérhæfðir á hótelsviði við hönnun, fjármögnun, rekstur og byggingu hágæða hótela um allan heim.

Verkefnið fellst í því að EFLA fái hótelkeðjur og alþjóðlega fjárfesta til að koma að hótelverkefninu að því gefnu að rekstur slíks hótels sé talinn arðsamur bæði fyrir rekstraraðilann og eiganda fasteignar.

Margar hótelkeðjur hafa haft samband við EFLU og samstarfsaðila vegna verkefnisins þótt enn er of snemmt að segja til um niðurstöður.