Fréttir


Fréttir

EFLA og launafl: samstarf fyrir austan

25.1.2010

  • Hráefnissíló

Þann 24.nóvember sl. kynntu Launafl og EFLA samstarf á svið hönnunar og teiknivinnu fyrir Fjarðaáli.

Launafl ehf (LA) var stofnað árið 2006 af 6 öflugum iðnfyrirtækum á Austurlandi.

Aðaltilgangur félagins er fyrst og fremst sá að þjónusta Alcoa Fjarðaál (AF) í Fjarðabyggð á sviði rafviðgerða, málmsmíði og vélaviðgerða.

Með samstarfi EFLU og Launafls á að bjóða fram heildarlausn fjölmargra afmarkaðra verkefna.

Í því felst að hafi viðskiptavinur hugmynd að tilteknu verkefni þá sjá EFLA og LA um hönnun, undirbúning og fullvinnslu.

EFLA vinnur nú þegar að verkefnum fyrir AF og þá aðallega rafmagnsverkefnum en ætlunin er að bjóða þjónustu þessara tveggja samstarfsaðila á fleiri sviðum svo sem vélaverkefnum, stálsmíði, loftræstiverkefnum, burðarþols- og byggingaverkefnum, umhverfisverkefnum og svo framvegis.