EFLA og NEAS með samning
-
Böðvar Tómasson sviðsstjóri Bruna- og öryggissviðs og Knut Hjertholm Regional Director fyrir NEAS ASA í Bergen við undirritun samningsins.
EFLA og NEAS gerðu með sér samstarfssamning um notkun á hugbúnaði sem NEAS hefur þróað um Eigið Eftirlit með brunavörum bygginga. Markmið Eigin Eftirlits er að tygga að réttur viðbúnaður og viðbrögð séu til staðar til að hindra að eldur kvikni og sjá til þess að hann valdi sem minnstu tjóni á fólki, byggingum eða starfsemi. Til að ná þeim markmiðum þarf að hafa reglubundið eftirlit með brunatæknilegum kerfum og búnaði húsnæðisins.
Í reglugerð um eigið eftirlit eigenda og forráðamanna með burnavörnum í atvinnuhúsnæði (nr. 200/1994) er kveðið á um að fyrirtæki og stofnanir skuli sinna reglubundnu eldvarnaeftirliti á eigin vegum og fyrir eigið fé. EFLA fer nýja leið í innleiðingu á Eigin Eftirlit fyrir fyrirtæki með því að bjóða uppá á vefkerfi sem heldur utan um alla þætti eftirlitsins svo sem gögn, ábyrgðir og eftirfylgni.
Eigið eftirlit (PDF)