Fréttir


Fréttir

EFLA og smærri verkefnin

6.10.2011

Efla lauk nýlega verkefni fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
  • áningastaðir
Efla var með verkefnastjórnun og tækniráðgjöf vegna nýrrar salernisaðstöðu við Laka. Hefðbundið salernishús var smíðað og flutt á staðinn. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða boraði og gekk frá neysluvatnsholu og verktakar úr nágenninu sáu um niðursetningu vatnsgeymis, rotþróar, að koma húsinu fyrir og ganga frá umhverfi þess.

Orka fyrir húsið og vatnsdæluna er fengin úr sólarsellum og efnarafal sem er í húsinu en Fjarorka sá um orkumálin. Arkitektastofan ARGOS hannaði húsið og Landmótun sá um umhverfið.

Verkefni fyrir þjóðgarðinn halda áfram, Efla er einnig að vinna að aðstöðu við Dettifoss að vestanverðu. Þar stendur til að ganga frá vatns- og fráveitu næsta sumar.