Fréttir

EFLA og stækkun Norðuráls

7.12.2012

Norðurál á Grundartanga hefur samið um stækkun álversins eða því sem nemur 1600 fermetrum. Undirritun samninga var í dag, 7. desember og mun EFLA sjá um tvo þætti þessa verkefnis. Annarsvegar mun EFLA sjá um öryggisstjórnun verkefnisins, sem Sigurjón Svavarsson mun leiða. Hinsvegar mun EFLA sjá um byggingarstjórn verkefnisins, sem Erlendur Örn Fjeldsted mun sjá um.
  • Álver Norðuráls við Grundartanga í Hvalfirði


Verkefnið er fyrsti áfangi í fimm ára fjárfestingarverkefni Norðuráls, þar sem markmiðið er að auka framleiðni um allt að 50.000 tonn af áli á ári og bæta rekstraröryggi.

Heildarkostnaður við verkefnið verður á annan tug milljarða íslenskra króna en kostnaður við fyrsta áfangann nemur þremur milljörðum. Verklok eru áætluð á haustmánuðum 2013.

Frekari upplýsinga má sjá á heimasíðu Norðuráls. (http://www.nordural.is/islenska/fyrirtaekid/frettir/nr/135016/)

undirritun norduralErlendur Örn Fjelsted EFLU hf. og Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Norðuráls, undirrita samninginn.