EFLA og stækkun Norðuráls
Verkefnið er fyrsti áfangi í fimm ára fjárfestingarverkefni Norðuráls, þar sem markmiðið er að auka framleiðni um allt að 50.000 tonn af áli á ári og bæta rekstraröryggi.
Heildarkostnaður við verkefnið verður á annan tug milljarða íslenskra króna en kostnaður við fyrsta áfangann nemur þremur milljörðum. Verklok eru áætluð á haustmánuðum 2013.
Frekari upplýsinga má sjá á heimasíðu Norðuráls. (http://www.nordural.is/islenska/fyrirtaekid/frettir/nr/135016/)
Erlendur Örn Fjelsted EFLU hf. og Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Norðuráls, undirrita samninginn.