Fréttir


Fréttir

EFLA og Studio Granda hljóta 1.verðlaun

14.2.2012

Þingvallanefnd hélt nýlega opna samkeppni um útfærslu á gönguleið í Almannagjá um Kárastaðastíg, þar sem umtalsverð sprunga kom í ljós síðastliðið vor.
  • Loftmynd af Þingvöllum
Niðurstaða samkeppninnar var kynnt föstudaginn 10. febrúar. Af 8 tillögum hlaut tillaga Studio Granda og EFLU fyrstu verðlaun.

Tillagan gerir ráð fyrir göngubrú yfir nýja sprungusvæðið, þar sem langbitar brúar verði úr rekaviði en brúargólfið úr stikagreni úr Skorradal.

Handriðið verði gert úr ryðguðum efnispípum en á milli þeirra strengt net, ofið úr basalttrefjum, en það er níðsterkt efni í dökkum lit, gert úr sama efni og bergið í kring.

Að mati dómnefndar var tillagan einföld, skýr og vel framsett. Áreynslulaus lausn sem fellur vel að umhverfinu og mannvirkjum sem fyrir eru.

Lesa má umsögn og skoða myndir af tillögunni á eftirfarandi slóð:

http://www.thingvellir.is/frettasafn/nr/565

Framkvæmdum við göngustíginn á að vera lokið í maí næstkomandi.

bru