Fréttir


Fréttir

EFLA og Verkfræðistofa Norðurlands sameinast

7.2.2011

Rekstur EFLU Verkfræðistofu og Verkfræðistofu Norðurlands verður sameinaður.
  • Verkfræðistofa Norðurlands og EFLA

Ákveðið hefur verið að Verkfræðistofa Norðurlands (VN) verði hluti af Eflu samstæðunni og verður rekstur útibús EFLU verkfræðistofu á Akureyri sameinaður rekstri VN sem rekið verður áfram sem dótturfélag Eflu.

EFLA og VN hafa átt í góðri samvinnu í rúman áratug. Með sameiningu félaganna nú mun styrkur beggja félaga nýtast til fulls í samstarfinu. Markmið samrunans er að skapa öflugri stöðu EFLU og VN til framtíðar, og stuðla þar með að enn betri og aukinni þjónustu við viðskiptavini.

VN er stærsta verkfræðistofa Norðurlands með rótgróna og sterka fótfestu á heimaslóðum. VN hefur jafnframt sterka sérþekkingu á ýmsum sviðum, eins og veitumálum, sundlauga- og íþróttamannvirkjum, landmælingum, samgöngumálum og smávirkjunum.

Með sameiningunni tryggir VN sér öflugt bakland EFLU verkfræðistofu með afar fjölbreyttu þjónustuframboði. EFLA verkfræðistofa hefur einnig unnið að fjölda verkefna fyrir viðskiptavini á Norðurlandi á liðnum árum og skapar nú grundvöll fyrir sterkari nærveru og betri þjónustu á staðnum.