Fréttir

EFLA og vistvæn vottun bygginga

29.12.2009

Mannvirkjagerð fer ekki varhluta af áberandi þróun á öllum sviðum samfélags okkar. Leitað er betri lausna sem draga úr orkunotkun og auðlindanýtingu.

  • Þjóðgjá Hellissandi

Vottunarkerfi á borð við BREEAM kerfið leiðbeinir mannvirkjagerð í átt að vistvænni og sjálfbærari mannvirkjum.

Markmiðið með BREEAM vottunarkerfinu er að hvetja til sem vistvænstrar hönnunar bygginga en líka að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma og rekstrartíma byggingar.

Einnig er lögð áhersla á þætti sem stuðla að heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur.

BREEAM stendur fyrir British Research Establishment Environmental Assessment Method og er matskerfi sem upprunarlega er þróað og notað í Bretlandi en er nú líka til fyrir alþjóðlegan markað.

Alls eru yfir 115.000 BREEAM vottaðar byggingar í heiminum og 700.000 byggingar í vottunarferli.

Hér á landi eru þrjár byggingar í  vottunarferli skv. BREEAM vottunarkerfinu og hefur EFLA sinnt ráðgjöf um vistvæna hönnun og vottun þeirra.

Ástæða þess að valið var að fylgja BREEAM vottunarferlinu frekar en öðrum, eru þær að kerfið býður upp á möguleika á að sérsníða kröfurnar að mismunandi tegundum bygginga í alþjóðlegu BREEAM vottunarkerfi og að kröfurnar byggja á evrópskum lagagrunni og viðmiðum.

Mynd fengin af vef Framkvæmdasýslu Ríkisins, sýnir Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi sem er í vottunarferli.