Fréttir


Fréttir

EFLA opnar skrifstofu á Þórshöfn

19.6.2014

EFLA verkfræðistofa hefur opnað starfsstöð á Þórshöfn á Langanesi. Starfsstöðin er liður í því að efla EFLU á Langanesi í tengslum við aukin umsvif á svæðinu bæði á Þórshöfn og í Finnafirði. Starfsmenn EFLU sem koma að verkefnum á svæðinu munu hafa aðsetur á Þórshöfn.
  • Skrifstofa á Þórshöfn

Meginstarfsemi EFLU er á Íslandi og í Noregi. EFLA er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsstöðvar á Akureyri, Þórshöfn, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Reykjanesbæ og Selfossi ásamt dóttur- og hlutdeildarfélögum í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Tyrklandi, Póllandi, Rússlandi og Dubaí.

Árni Sveinn Sigurðsson, svæðisstjóri EFLU Norðurlands, mun leiða starfsstöðina á Þórshöfn.