Fréttir

EFLA semur við Statnett í Noregi

3.2.2009

Undirritaðir hafa verið tvennir rammasamningar milli EFLU og norska fyrirtækisins Statnett en það er eins konar Landsnet þeirra Norðmanna.

  • Statnett háspennulínur

Fyrirtækið sér m.a. um að dreifa raforku í Noregi. 

Samkvæmt öðrum samningnum er EFLA valin ásamt þremur öðrum rágjöfum (Norconsult, Jøsok Prosjekt, Vattenfall), til að keppa um að hanna háspennulínur.

Hinn rammasamningurinn snýst um verkefnastjórnun við gerð raforkumannvirkja en þar eru samkeppnisaðilar Sweco Grøner, Multiconsult. Rambøll, Jøsok Prosjekt og 3S Prosjekt.

Þetta eru gleðileg tíðindi nú þegar starfsemi íslenskra þekkingarfyrirtækja erlendis er mikilvægari en oft áður.