Fréttir


Fréttir

EFLA sér um brunahönnun á Lækjargötureit

25.9.2009

Sem kunnugt er brunnu tvö sögufræg hús á horni Lækjargötu og Austurstrætis í Reykjavík, og við Austurstræti sjálft, árið 2007.

Varð að rífa þau til grunna eftir brunatjónið. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að endurbyggja þrjú hús á þessum reit: Gamla Nýja Bíós-húsið (steinsteypt í Art Deco-stíl), Landsyfirréttarhúsið og Lækjargötu 2 en þau síðarnefndu eru timburhús.

Öll verða húsin tengd saman.

Farið verður að tillögu þriggja arkitektastofa: Argos, Gullinsniðs og Studio Granda.

EFLA mun sjá um brunahönnun bygginganna. Slíkt tekur m.a. til lýsingar brunavarna og rökstuðnings fyrir vali þeirra, brunahólfunar, brunaþols burðarvirkja, brunatæknilegra krafna klæðninga og annarra byggingarhluta, rýmingar og hönnunar flóttaleiða, virkni loftræsikerfa í bruna, slökkvivatnsþarfar, aðkomu slökkviliðs og aðgerða á brunastað og loks til forsenda fyrir viðhaldi brunavarna.

Má sjá af upptalningunni að brunahönnun felur margt mikilvægt í sér.