Fréttir

EFLA sér um kynningar

19.2.2009

Landsnet gekkst fyrir opnum fundum í bæjarfélögum á Reykjanesskaga til þess að kynna tillögu að umhverfismatsáætlun vegna fyrirhugaðrar styrkingar raforkukerfisins á Suðvesturlandi, allt frá Hellisheiði að Reykjanesvirkjun, svokallaðar Suðvesturlínur (sjá www.sudvesturlinur.is).

Rúmlega 100 manns sóttu fundina og rann frestur almennings og umsagnaraðila til athugasemda út 13. febrúar. Sérfræðingar EFLU hafa séð um gerð matsáætlunarinnar og kynningu á henni.

Ólafur Árnason verkefnisstjóri gerir ráð fyrir að Skipulagsstofnun taki ákvörðun um matsáætlun fimmtudaginn 26. febrúar.

Næsta skref í matsferlinu er svo að vinna að frummatsskýrslu en áætlað er að hún verði kynnt almenningi í apríl og maí.

Mikil ánægja var með fundina og Ólafur segir gesti hafa verið áhugasama og upp til hópa jákvæða.

Þeir hafi gefið sér góðan tíma til að fræðast og fá svör við spurningum hjá sérfræðingum Landsnets.

Einnig nýttu margir tækifærið til að koma ábendingum og sjónarmiðum á framfæri.

Þeirra á meðal voru landeigendur.

Margir voru einnig að velta fyrir sér sýnileika háspennulínanna og mastragerðum.