Fréttir


Fréttir

EFLA styrkir góð málefni

14.12.2010

Að venju, við jól og áramót, styrkir EFLA þá aðila sem láta gott af sér leiða í samfélaginu.
  • Mæðrastyrksnefnd hlýtur styrk
 Á skemmtilegu eftirmiðdegi með börnum starfsmanna, þar sem jólalögin og piparkökumálun skipuðu stóran sess, voru kallaðir til fulltrúar tveggja aðila sem lengi hafa styrkt mikilvæg málefni. Lilja Kristinsdóttir kom og veitti viðtöku framlagi til Mæðrastyrksnefndar og þar á eftir Þráinn Þorvaldsson frá Lionshreyfingunni.

Starfsfólk EFLU óskar þeim velfarnaðar í starfinu.