Fréttir


Fréttir

EFLA styrkir Mæðrastyrksnefnd og Samhjálp

8.12.2009

Að venju sendir EFLA aðeins út rafrænar jóla- og nýárskveðju til viðskiptavina og samstarfsaðila og er hún hönnuð hér innanhúss.

  • Mæðrastyrktsnefnd

Um leið leggur fyrirtækið fram fé til þeirra sem láta gott af sér leiða í samfélaginu.

Að þessu sinni hlýtur Mæðrastyrksnefnd styrk ásamt Samhjálp.

Mæðrastyrksnefnd var stofnuð 20. apríl 1928 en þá komu saman 22 konur, fulltrúar frá 10 kvenfélögum, saman á fund í Reykjavík.

Skömmu áður hafði orðið mjög alvarlegt sjóslys þegar togarinn Jón forseti strandaði en þá drukknuðu 15 skipverjar.

Félagið var upphaflega stofnað til að koma ekkjum sjómannanna og börnum þessa fólks til hjálpar.


Samhjálp hefur rekið umfangsmikla starfsemi í rúm 30 ár og er markmið stofnunarinnar "að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem hallloka hafa farið í lífinu vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því að stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra", eins og segir á heimasíðu Samhjálpar.