Fréttir

Ráðstefna um skaðleg áhrif hávaða

11.10.2012

Næstkomandi föstudag,12. október, verður haldin ráðstefna tileinkuð minningu Önnu Bjarkar Magnúsdóttur, raddmeinalæknis, vegna starfa hennar í þágu raddverndar. Ráðstefnan ber yfirskriftina "Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna".


EFLA er einn af styrkaraðilum ráðstefnunnar, auk þess sem Ólafur Daníelsson, sviðstjóri hljóðvistarsviðs EFLU, verður með erindi á ráðstefnunni. Erindið mun fjalla um ýmis atriði sem hafa með hljóðvist bygginga að gera, og áhrif hljóðvistar á hávaða og erilhávaða í rýmum. Fjallað verður um kröfur til hljóðvistar í byggingum hér á landi, og þær breytingar sem hafa átt sér stað með tilkomu nýju byggingarreglugerðarinnar. Þá verður fjallað um mögulega orsök of mikils hávaða,og hvað ber að varast þegar stemma skal stigu við slæmri hljóðvist og/eða hávaða.

Í sérblaði Fréttablaðsins þann 9.október síðastliðinn var birt viðtal við Gígju Gunnlaugsdóttir, hljóðverkfræðing hjá EFLU, um tengt málefni, þ.e. mikilvægi hljóðvistar í byggingum almennt.

Sjá greinina í Fréttablaðinu