Fréttir


Fréttir

EFLA tekur þátt í Ljósanótt

1.9.2009

EFLA mun taka þátt í sýningunni Reykjanes 2009 í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ undir yfirskriftinni "Þekking, orka, tækifæri", 4.-6. september.

  • Lýsingarhönnun ljósanótt 2009

Útibú EFLU í Reykjanesbæ og Kynningardeild EFLU í Reykjavík undirbúa þátttökuna.

Fyrirtækið verður með sérbás á sýningunni sem haldin er í Íþróttaakademíunni (í Keflavík), kynnir þar almennt starfsemi sína en líka sérstöðu.

Er óhætt að lofa gestum frumlegum bás. 

Við hvetjum alla til að líta við í akademíunni og njóta Ljósanæturhátíðarinnar um leið.

Sýningin verður opin almenningi sem hér segir:
Föstudagur 4. september: kl. 17:00 – 20:00
Laugardagur 5. september: kl. 12:00 – 18:00
Sunnudagur 6. september: kl. 12:00 – 18:00

ATH: Frítt er inn alla sýningardagana.