Fréttir


Fréttir

EFLA tekur þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu

24.4.2018

Alþjóðleg ráðstefna og sýning um jarðhita, Iceland Geothermal Conference, fer fram í Hörpu dagana 24. – 26. apríl. Ráðstefnan er haldin af Íslenska jarðhitaklasanum sem EFLA er hluti af. Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan fer fram og að þessu sinni er áherslan sett á umræðuna um viðskiptaumhverfið og þær áskoranir sem fylgja því að þróa jarðhitatengd verkefni. 

  • EFLA is at IGC

EFLA tekur þátt í ráðstefnunni og verður með kynningarbás á staðnum ásamt því sem Rúnar J. Magnússon, fagstjóri jarðvarmasviðs EFLU, flytur erindi ásamt Tryggva Þór Herbertssyni. Umfjöllunarefni þeirra verður tengt fjárfestingu og fjármögnun jarðvarmaverkefna. Einnig mun Sunna Björg Reynisdóttir frá EFLU stýra málstofu sem fjallar um rekstrarkostnað og tekjumyndun jarðvarmaverkefna.

Fjölmargir gestir víðsvegar að

Búist er við um 600 gestum á ráðstefnuna með þátttakendum frá um 40 löndum. Ráðstefnunni er ætlað að vera alþjóðlegur vettvangur fyrir aðila sem tengjast jarðvarmaverkefnum til að tengjast betur og deila þekkingu og reynslu.

Við hvetjum alla gesti ráðstefnunnar til að líta við á kynningarbás EFLU og spjalla við sérfræðinga okkar á sviði jarðhita og orkumála.

IGC_vefurSunna Björg frá EFLU stýrir pallborðsumræðum á ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á vef IGC.

Upplýsingar um þjónustu EFLU á sviði jarðvarma.