Fréttir

EFLA tekur þátt í Sjávarútvegsráðstefnu

15.11.2018

Árleg Sjávarútvegsráðstefna fór fram í Hörpu 15.-16. nóvember og var EFLA með erindi um aflmeiri landtengingar uppsjávarskipa.
  • Sjávarútvegur
    EFLA hefur þjónustað sjávarútveginn um áratugaskeið.
Jón Björn Bragason, fagstjóri sjávarútvegsmála, hjá EFLU hefur unnið mikið með fyrirtækjum í sjávarútvegi og m.a. komið að verkefnum tengdum landtengingum uppsjávarskipa. Á ráðstefnunni fjallaði Jón Björn um slíkt verkefni þar sem skoðaðir voru möguleikar á aflmeiri landtengingu þar sem orkunotkunin væri græn orka í stað olíudrifna rafala við dælingu hráefnis frá borði. Þá fór hann yfir hvernig umbreyta megi hefðbundinni rekstrarspennu landrafmagns að rekstrarspennu viðkomandi skipa og að hverju þarf að huga við innleiðingu slíkra kerfa. 
Jón Björn Bragason - 476x476
Jón Björn Bragason, fagstjóri sjávarútvegs hjá EFLU.
Á ráðstefnunni voru málefni sjávarútvegsins rædd, t.d. starfsumhverfi, markaðsmál, vottanir, hönnun og umhverfismál.