EFLA tók þátt í Hydro
Í vikunni fór fram Hydro 2019, alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir og stíflur, í Porto, Portúgal. EFLA ásamt íslenskum samstarfsaðilum voru með sameiginlegan kynningarbás til að kynna sérfræðiþekkingu hópsins á sviði vatnsaflsvirkjana.
-
EFLA tók þátt í ráðstefnunni Hydro 2019.
Íslensku samstarfsaðilarnir samanstóðu af EFLU, Vatnaskil, Landsvirkjun Power, Mannvit og Verkís og kynntu sig undir formerkinu Team Iceland. Íslandsstofa hafði veg og vanda af verkefnastjórnun og skipulagningu vegna þátttöku á sýningunni.
Kynningarbás Íslands vakti töluverða athygli, þar var hægt að sjá myndband um þjónustu og verkefni hópsins og boðið upp á dýrindis flatkökur með hangikjöti. Sérstaða Íslands á sviði vatnsaflsvirkjana er meðal annars fólgin í sérþekkingu og ráðgjöf varðandi forathuganir til reksturs og fjármögnunar slíkra virkjana. Á ráðstefnunni hélt fulltrúi frá Íslandi erindi um stækkun Laxárvirkjunar 3.Athuganir og hönnun á virkjunarkostum
EFLA býr yfir áratuga reynslu á athugunum og hönnun virkjunarkosta við breytilegar og krefjandi umhverfisaðstæður á borð við hátt jarðskjálftaálag, hamfaraflóð, jökulám og aurburði þeirra. Þjónustan felur m.a. í sér heildarþjónustu á sviði vatnsaflsvirkjana, allt frá frumathugunum til gangsetningar.
Hjá EFLU er einnig unnið að afar fjölbreyttum verkefnum á sviði orkumála t.d. vindorku og jarðvarma.