Fréttir


Fréttir

EFLA um óhappatíðni eftir breidd og hönnun á hægribeygjum

21.1.2009

Starfsmenn EFLU kynntu tvö áhugaverð efni á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 7. nóv. 2008.

  • Þjóðvegur

Annars vegar Óhappatíðni eftir vegbreidd og slitlagsbreidd og hins vegar Hægribeygja af þjóðvegum – Mat á umferðaröryggi mismunandi útfærslna.

Til að meta óhappatíðni eftir veg- og slitlagsbreidd var notuð athugun á slysaskrám frá 2004 til 2007, umferðarmagni 2004 til 2006 og vegaskrá 2008.

Með rýni þessara gagna fengust upplýsingar um fjölda óhappa, alvarleika og tíðni óhappa eftir veg- og slitlagsbreidd á dreifbýlisvegum landsins.

Í ljós kom að óhappatíðni lækkar greinilega með aukinni vegbreidd.

Um skarpa ólínulega lækkun virðist vera að ræða.

Þetta virðist almennt einnig gilda um eignatjón, minniháttar og alvarleg slys, sem og banaslys.

Í ljós kom einnig að óhöppum fækkar línulega með aukinni slitlagsbreidd.

Loks sást greinilega að malarvegir voru með hærri óhappatíðni heldur en vegir með bundnu slitlagi.

Nú er í gangi rannsókn á óhappatíðni eftir langhalla vega (brekkum og lægðum).

Verkefnið um hægribeygjur af þjóðvegum miðaði að því að kanna umferðaröryggi á mismunandi útfærslum beygjanna.

Óhappatíðni þriggja megingerða íslenskra vegamóta var borin saman, þ.e. vegamót með samsíða hægribeygjuakrein, vegamót með framhjáhlaupi/fleyg og vegamót sem hafa hvorugt.

Flestar Norðurlandaþjóðirnar mæla einungis með notkun hægribeygju¬akreina (fyrsta kostinum) þar sem vandamál eru vegna afkasta.

Athugunin gaf ekki tölfræðilega marktækar niðurstöður, einna helst vegna lítils gagnasafns, sérstaklega í flokki vegamóta með framhjáhlaupi/fleyg.

Skýrslunum er hægt að hlaða niður af heimasíðu Vegagerðarinnar:

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa