Fréttir


Fréttir

EFLA undirritar loftlagsyfirlýsingu

16.11.2015

EFLA verkfræðistofa er meðal 103 íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem skrifa undir yfirlýsingu um loftlagsmál.
  • Höfði
    Höfði

EFLA undirritar loftlagsyfirlýsingu

EFLA vill með þessu taka þátt í hvatningu um ábyrgð í umhverfismálum heimsins og undirstrika að áfram verði haldið á þeirri braut sem fyrirtækið hefur markað um, að vera í forystu bæði í eigin starfsemi og ráðgjöf í umhverfismálum og umhverfistengdum verkefnum.

EFLA starfar eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi, hefur vistvænan hátt á öllum rekstri í samræmi við ISO 14001-vottun fyrirtækisins og hefur frá árinu 2005 haldið grænt bókhald.

21. loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna mun fara fram í París í byrjun desember, COP21. Þar verður rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftlagsbreytinga samþykktur, en hann hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna við hnattrænni hlýnun.

Arinbjörn Friðriksson, stjórnarformaður EFLU, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd EFLU við hátíðlega athöfn í Höfða í dag 16.nóvember.

Nánari upplýsingar um yfirlýsinguna

Hofdi undirritun FestaFulltrúar fyrirtækjanna 103 sem skrifuðu undir yfirlýsinguna glaðir í lok dags.