Fréttir

EFLA veitir styrki til samfélagsins

13.12.2012

EFLA hefur sett sér það markmið í desember að styrkja uppbyggjandi og jákvæð verkefni og með því lagt sitt af mörkum til samfélagsins.
  • Ungar raddir

Árið í ár er engin undantekning og voru styrkirnir afhentir í Krakkakakói EFLU sem er jólasamverustund fyrir fjölskyldur starfsmanna. Það voru svo börn starfsmanna veittu styrkina.

Eftirfarandi aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

  • ABC barnahjálp - Forvarnarverkefnið "Vertu þú sjálfur"
  • Fjölskylduhjálp Íslands
  • Geðhjálp
  • Landsambandi slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna ? Eldvarnarátak
  • Kvenfélagið Heimaey - Líknarmál

Að auki var AFLIÐ - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi styrkt. Verkfræðistofa Norðurlands mun sjá um að afhenda þeim styrkinn á næstu dögum.
Við vonum að styrkirnir nýtist í áframhaldandi gott starf sem skili sér til samfélagsins.