Fréttir


Fréttir

EFLA verðlaunuð á Verk og vit 2016

15.3.2016

EFLA hlaut verðlaun á stórsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll 3.-6. mars síðastliðinn.

Sýningarsvæði EFLU þótti sérstaklega áhrifamikið og hafnaði í öðru sæti í samkeppni um athyglisverðasta básinn.  Í umsögn dómnefndar kom fram að sýningarsvæði EFLU einkenndist af hreinleika og litafegurð sem gerði gestum kleift að stíga inn í sína eigin veröld.  Alls tóku 90 sýnendur þátt og lögðu yfir 20 þúsund manns leið sína í Laugardalshöll yfir helgina.

Verk og vit er sýning fagaðila sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, hönnuðum og ráðgjöfum.  Sýningin þótti sérlega glæsileg þetta árið og hefur skipað sér mikilvægan sess sem bæði samtal milli fagaðila og kynning á vörum, verkefnum og þjónustu.