EFLA verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll
EFLA tekur þátt í sjávarútvegssýningunni sem er haldin í Laugardalshöll 28. ? 30. september og verður með sýningarbás í nýju Laugardalshöllinni. Sérfræðingar okkar í sjávarútvegi verða staðsettir við bás EFLU, númer B-17, og hlakka til að taka á móti gestum. Þar gefst tækifæri til að fara yfir þau fjölbreyttu verkefni sem EFLA hefur unnið í gegnum tíðina fyrir sjávarútveginn. Einnig er vettvangurinn tilvalinn til að ræða framtíðarhorfur í þjónustu og nýjum verkefnum tengdum greininni.
Síðustu misseri hefur EFLA unnið að stækkun fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað og byggingu nýs uppsjávarfrystihúss ESKJU á Eskifirði og í því sambandi voru tekin viðtöl við Jón Björn Bragason, fagstjóra í sjávarútvegi hjá EFLU og Einari Andrésson, svæðisstjóra EFLU á Austurlandi.
Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU í sjávarútvegi