Fréttir

EFLA verður á Framadögum 2018

6.2.2018

Framadagar er árlegur viðburður sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík næstkomandi fimmtudag, 8. febrúar. Tilgangurinn er að gefa ungu fólki tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa. 

EFLA tekur þátt í Framadögum og verður með kynningarbás á annarri hæð, nr B-7, og hvetjum við alla áhugasama til að kíkja við. Starfsfólk EFLU verður á staðnum til að svara spurningum um starfsemi fyrirtækisins og starfsmöguleika.

Verið velkomin á kynningarbás EFLU á Framadögum í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 
8. febrúar milli kl. 10 og 15.