Fréttir


Fréttir

EFLA verður á Verk og vit

6.3.2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin 8.–11. mars í Laugardalshöll og er EFLA eitt af 120 fyrirtækjum sem taka þátt í sýningunni.

  • Gróðurveggur EFLU
    EFLA á Verk og vit

Verk og vit er ætluð þeim sem koma að byggingaiðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, menntastofnunum, hönnuðum og ráðgjöfum. Fyrstu tvo dagana er sýningin opin fyrir fagaðila, en seinni tvo dagana, laugardag og sunnudag, er almenningur einnig boðinn velkominn.

Í kynningarbás EFLU verður hægt að fræðast um þau atriði sem hafa þarf í huga til að bæta innivist í húsbyggingum, t.d. lýsing, hljóðvist, loftræsing, umhverfismál og fleira. 

https://youtu.be/OpEfO4trkwY

Við bjóðum alla velkomna að kíkja við til okkar á sýningunni, básinn er nr: 51.

Allar nánari upplýsingar um sýninguna má finna á vefsíðu sýningarinnar.