EFLA: Verkefni í Noregi og á Grænlandi
EFLA skrifaði undir rammasamning við Statnett í Noregi í lok síðasta árs.
Í framhaldi varð fyrirtækið, ásamt dótturfyrirtækinu Linuhönnun AS í Noregi, hlutskarpast í samkeppni um hönnun nýrrar háspennulínu á Finnmörk. Starfsemi Linuhonnunar AS í Noregi gengur vel og hefur þriðji verkfræðingurinn störf á stofunni í byrjun maí.
Nýverið gerði PB Power í Bandaríkjunum framhaldssaming við EFLU um forhönnun og kostnaðaráætlun vegna orkuvirkja á Grænlandi.
Samfara þessu eru starfræktar þrjár mælistöðvar sem EFLA og Ístak sáu um að setja upp á hálendinu milli Nuuk og Sisimiut..