Fréttir


Fréttir

EFLA verkfræðistofa veitir sjö verkefnum styrk

11.12.2013

Verkfræðistofan EFLA hefur úthlutað í annað sinn úr Samfélagssjóði sínum.
  • Samfélagssjóður EFLU 2013
    Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðmund Þorbjörnsson framkvæmdastjóra EFLU ásamt styrkþegum taka á móti styrkinum.

Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Um 75 umsóknir bárust að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki.

Verkefnin eru:

  1. Öryggisvesti sem dreift verður á öll leikskólabörn á landinu
  2. Rakel Árnadóttir líkamlega fötluð og fékk styrk vegna ferðar til Danmerkur næstkomandi sumar
  3. Þroskahjálp á Austurlandi vegna verkefnisins List án landamæra
  4. Systkinasmiðjan
  5. Team Spark, þróunarverkefni við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
  6. Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð
  7. Lífsmynd vegna vinnslu á heimildarmynd um frumkvöðla vistvænna bygginga

Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar ár ári, að vori og hausti ár hvert. Í valnefnd sitja 3 aðilar sem allir starfa hjá EFLU.