Fréttir


Fréttir

EFLA verkfræðistofa samstarfsaðili Siemens

9.7.2012

EFLA verkfræðistofa er Siemens Solution Partner Automation.
  • EFLA þjónustuaðili Siemens

Þar með bættist EFLA við hóp yfir 1200 fyrirtækja um allan heim og fær hjá Siemens betri aðgang að upplýsingum um nýjungar, betra aðgengi að námskeiðahaldi og stuðning frá Siemens á sviði markaðssetningar. Til viðbótar tryggir þetta samstarf að EFLA verður ávallt með nýjustu uppfærslur á þeim hugbúnaði frá Siemens sem notaður er til þróunar á sjálfvirknibúnaði frá Siemens.

Til að ná þessum áfanga þurftu starfsmenn EFLU að uppfylla þau skilyrði sem Siemens setur um þekkingu og færni á sviði sjálfvirkni. Það náðist þegar fjórir starfsmenn EFLU fóru á námskeið hjá Siemens síðasta haust og þreyttu próf í SIMATIC Automation System (sjálfvirknikerfi), SIMATIC HMI (notendaviðmót) og SIMATIC NET (netkerfi). Þeir starfsmenn EFLU sem fóru á námskeiðin hjá Siemens eru: Daníel Sigurbjörnsson, Jón Fjölnir Hjartar, Erlendur Ólason og Stefán Kemp Bjarkason. EFLA mun í framtíðinni halda áfram að senda starfsmenn sína á námskeið á vegum Siemens til að viðhalda og auka þekkingu starfsmanna á lausnum frá Siemens.

EFLA verkfræðistofa hefur unnið með Siemens búnað í áratugi og er með ýmis verkefni í gangi um þessar mundir þar sem lausnir frá Siemens eru notaðar. Sem dæmi má nefna verkefni hjá Mjólkursamsölunni, stjórnkerfi fyrir nýja ostaframleiðslulínu hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga, verkefni á 8 olíuborpöllum víða í Noregi (s.d. Scarabeo 8 Mud mixing system ? West Alpha ESD), og stýringu á reykhreinsivirkjum í Orkuverum í Sádí-Arabíu.

siemens_vottunSusanne Bonde, Solution Partner Manager hjá Siemens, afhendir Stefáni Kemp Bjarkasyni, kjarnasviðsstjóra á Iðnaðarsviði EFLU, staðfestingu á samstarfi Siemens og EFLU verkfræðistofu.