Fréttir


Fréttir

EFLA vill koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu

Braggamálið, Braggi, Nauthólsvík, Nauthólsvegur

10.10.2018

Verkefni að Nauthólsvegi hefur verið umfjöllunarefni undanfarna daga og í því samhengi hefur verið fjallað um vinnu EFLU í verkinu. Umfang verkefnisins snýst um endurnýjun og nýbyggingu auk lóðafrágangs á húsnæði að Nauthólsvegi 100. Samtals eru þetta 450 fermetrar af byggingum frá stríðstímum auk nýrrar tengibyggingar milli svonefnds bragga og skemmu.

  • Nauthólsvík, byggingar við Nauthólsveg 100
    Byggingarnar við Nauthólsveg 100.

Í ljósi umræðu um hlutverk EFLU í verkefninu viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hlutverk EFLU í verkinu var ráðgjöf í burðarþolshönnun, loftræsihönnun, hönnun hita- og neysluvatnslagna, raflagnahönnun, lýsingarhönnun, brunahönnun og hljóðhönnun auk ýmissar ráðgjafar við undirbúning verksins. Reikningar EFLU vegna ofangreinds, samtals um 27 Mkr, voru bókaðir hjá Reykjavíkurborg undir heitinu ástandsskoðun.

Fjallað hefur verið um hlut EFLU í verkefninu á vefsíðu okkar.