Fréttir


Fréttir

EFLA vinnur að endurbótum í Borgartúni

7.6.2013

EFLA verkfræðistofa, í samvinnu við landslagsarkitektastofuna Landmótun, hefur unnið að hönnun á endurbótum í Borgartúni fyrir Reykjavíkurborg.
  • Loftmynd af Borgartúni

Leggja á nýjar gangstéttir og hjólastíga beggja vegna götunnar. Gróðursvæði verður komið fyrir á milli götunnar og hjólastígsins og ljósastaurar endurnýjaðir. Fjórum miðeyjum verður bætt við í þeim tilgangi að auðvelda gangandi vegfarendum að ganga yfir götuna.

Markmið framkvæmdanna er að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og fegra Borgartúnið.

Verkið verður auglýst til útboðs 8.júní og áætlað er að framkvæmdir hefjist í júlí. Stefnt er á að ljúka verkinu í nóvember. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 230 milljónir króna.

borgartunfrett