EFLA vinnur fyrir Statnett
Starfsmenn Eflu hafa að undanförnu unnið að verkefni fyrir Statnett í Noregi (svipar til Landsnets á Íslandi).
Um er að ræða könnun á aukinni flutningsgetu nokkurra háspennulína víðsvegar í Noregi.
Meðal annars er lagt mat á línustæði á erfiðum stöðum auk ýmiss konar gagnaöflunar svo sem myndatökur, mælingar ofl.
Gert er ráð fyrir því að unnið verði við verkefnið nú í sumar og er áætlað að ferðast meðfram 380 kílómetrum af línum á þeim tíma.
Meðfylgjandi mynd er af einni af háspennulínunum sem unnið er við í Suður-Noregi, nánar tiltekið milli bæjanna Kristiansand og Arendal.