Fréttir


Fréttir

EFLA vinnur til Darc Awards verðlauna 2016

16.9.2016

EFLA verkfræðistofa vann fyrstu verðlaun Darc Awards 2016 fyrir lýsinguna í Ísgöngunum í Langjökli, "Into the glacier."
  • Darc awards 2016

Darc Awards eru virtustu lýsingarverðlaun heims í dag og er það mikill heiður fyrir EFLU að hljóta þessa viðurkenningu. Af yfir 400 innsendum tillögum í keppnina vann EFLA flokkinn "Spaces: Best Landscape Lighting Scheme" ásamt því að vera valið besta verkefni ársins "Darc Awards: Best of the Best"

Þema lýsingarhönnunarinnar var að gera upplifun gesta sem náttúrulegasta og hámarka upplifun gesta með hjálp lýsingarbúnaðar og nota náttúrulegan ljóslit þannig að náttúrulegir litir fái að njóta sín. Einnig var mikilvægt við hönnun lýsingarinnar að hún fengi að njóta sín án nokkurs sýnilegs búnaðar eða kapla.

Frekari upplýsingar um lýsinguna í Ísgöngunum 

Frekari upplýsingar um keppnina og verkefnin sem unnu til verðlauna

DarkAwards4Kristján Gunnar Kristjánsson og Ágúst Gunnlaugsson af lýsingarsviði á góðri stund á verðlaunahátíðinni