Eigið eldvarnareftirlit
Um er að ræða vefhýsingarumhverfi þar sem allir þættir hússins er lúta eldvörnum eru skráðir. Sett eru inn tímamörk um hvenær viðhald eða prófanir eiga að fara fram og hvernig skal staðið að þeirri vinnu.
EFLA býður viðskiptavinum sínum aðgang að þessum hugbúnaði á hagstæðu verði.Reglugerð: nr. 46/1980, nr. 200/1994 og nr. 441/1998 kveða á um að húseigendur og rekstraraðilar skuli koma sér upp eigin eldvarnareftirliti til upplýsinga til starfsmanna og notenda viðkomandi húsa eða mannvirkja.
Þar segir m.a.:
Gr.1.1 "Eigið eftirlit er daglegt og reglubundið eldvarnaeftirlit fyrirtækja og stofnana á eigin vegum og fyrir eigið fé. Hér er átt við eldvarnaeftirlit sem eigendur og forráðamenn eða starfsmenn þeirra annast eða aðilar á þeirra vegum, t.d. þjónustufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi eldvarnaeftirlitsmenn."
Gr.2.1 "Eigandi húsnæðis er ábyrgur fyrir því að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum um byggingar- og brunamál." "Forráðamanni atvinnuhúsnæðis er skylt að sjá til þess að það fullnægi kröfum um brunavarnir fyrir þá starfsemi sem í húsnæðinu fer fram á hverjum tíma."
Gr. 3.1 "Eiganda eða forráðamanni ber að fela ákveðnum og ábyrgum starfsmanni það verkefni að hafa yfirumsjón með brunavörnum hússins og þjálfun starfsmanna varðandi innra eftirlit, fyrstu viðbrögð við eldi og slökkvistarf. Æskilegt er að þessi maður sé einn af eigendum eða stjórnendum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.