Enginn leki á Hnjúknum
Verkfræðistofa Suðurlands á Selfossi er tengd EFLU traustum böndum.
Þar stunda menn ýmis konar sérfræðistörf og ráðgjöf.
Meðal annars tekur stofan að sér rennslismælingar.
Í maí var unnið að umfangsmikilli lekaleit hjá vatnsveitunni í Flóahreppi sem nær yfir stórt svæði.
Rennslismælir fyrirtækisins kom að góðum notum og fundust nokkrir stórir lekastaðir.
Í júní vann Verkfræðistofa Suðurlands aftur á móti að rennslismælingum í álveri Alcoa á Reyðarfirði.
Verið var að kanna rennsli og nýtni loftræstikerfa álversins en í stóru álveri skiptir miklu máli að kerfin virki rétt.
Aðfararnótt laugadagsins 13 júní lögðu fjórir starfsmenn Verkfræðistofunnar, Bárður, Gumundur, Páll og Rúnar ásamt tveimur áhangendum, Gottskálk og Jósef til atlögu við Hvanndalshnúk með Einar Sigurssyni fjallaleiðsögumanni í Hofsnesi.
Ferðin gekk í alla staði vel, hópurinn samstilltur og ákveðinn í að láta allt ganga upp.
Veður og leið voru göngumönnum hagfelld og tók ferðin alls tíu tíma og fimmtán mínútur.
Engin lekaleit var þó framkvæmd á fjallinu svo enn er óljóst hvað á gengur undir ísbrynju Öræfajökuls.